Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 142. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 142  —  142. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um tækjakost á Landspítalanum.

Frá Ásmundi Einari Daðasyni.


     1.      Hversu gömul eru geislatæki Landspítalans?
     2.      Hversu oft hafa tækin bilað á undanförnum þremur árum þannig að senda hefur þurft heim sjúklinga sem hafa verið í meðferð?
     3.      Er annar mikilvægur tækjabúnaður í sambærilegu ástandi?
     4.      Hvað má gera ráð fyrir að kostnaðurinn við endurnýjun þessara tækja sé hár?
     5.      Hvenær er gert ráð fyrir að tækjabúnaður spítalans verði endurnýjaður?
     6.      Hefur ríkisstjórnin leitað til lífeyrissjóða um fjármögnun tækjabúnaðar fyrir Landspítalann?


Skriflegt svar óskast.