Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 241. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 265  —  241. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um framlög ríkisins til listfélaga.

Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni.


     1.      Hvað hafa framlög ríkisins til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hækkað mikið frá því að hún fluttist í Hörpu?
     2.      Hvað hafa framlög til Íslensku óperunnar hækkað mikið frá því að hún fluttist í Hörpu?
     3.      Hvað hafa framlög til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hækkað mikið frá því að hún fluttist í Hof?
     4.      Hvað hafa framlög til Leikfélags Akureyrar hækkað mikið frá því að Hof hóf starfsemi?
     5.      Hver er þróun fjárframlaga til fimm helstu menningarstofnana í Reykjavík síðustu fjögur ár, þ.e. Þjóðleikhússins, Íslenska dansflokksins, Íslensku óperunnar, Listasafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands?
     6.      Hver er þróun fjárframlaga til menningarsamninga úti á landi síðustu fjögur ár?


Skriflegt svar óskast.