Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 301. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 334  —  301. mál.




Fyrirspurn


til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um starfshóp um málefni haf- og strandsvæða.

Frá Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra stofnað starfshóp samkvæmt tillögu nefndar um úttekt á þeim lögum og reglum sem gilda um framkvæmdir og athafnir með ströndum landsins og í efnahagslögsögunni?
     2.      Ef ekki, hvort og þá hvenær má ætla að það verði?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Skýrsla nefndar sem var skipuð með bréfum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 28. september 2010, um úttekt á þeim lögum og reglum sem gilda um framkvæmdir og athafnir með ströndum landsins og í efnahagslögsögunni, var skilað til ráðherra 5. september 2011. Niðurstaða nefndarinnar var sú að beina þeim tilmælum til ráðherra að stofnaður yrði starfshópur sem ynni að stefnumörkun um málefni haf- og strandsvæða. Þá telur nefndin mikilvægt að lagt sé mat á það hvort nauðsynlegt sé að ein stofnun/nefnd/hópur fari með skipulagningu strandsvæða og við skipulagningu sé litið til mismunandi hagsmuna af starfsemi sem fyrirhuguð er og hún kortlögð. Hér er um umfangsmikið verkefni að ræða og ríkir undirliggjandi hagsmunir bæði hvað varðar almenning, hagsmunaaðila og ríki.