Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 307. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 340  —  307. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um fræða- og rannsóknarstarf á Austurlandi.

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur.


    Hvernig telur ráðherra að nýta megi innviði sem fyrir eru á Austurlandi til að efla enn frekar og styrkja fræða- og rannsóknarstarf í fjórðungnum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur skorað á ríkisstjórnina og háskóla landsins að efla og styrkja rannsóknarstarf á Austurlandi. Sambandið hefur bent á innviði sem fyrir hendi eru til að stunda slíkt fræða- og rannsóknarstarf í einstökum greinum:
          Fræðasetrið Búland í Neskaupstað sem miðstöð sjávarrannsókna með áherslu á uppsjávarfisk í tengslum við Hafrannsóknastofnunina og Matís.
          Náttúrustofu Austurlands varðandi rannsóknir á þjóðgörðum og náttúruverndarsvæðum á Austurlandi.
          Jarðfræðisetrið í Breiðdal fyrir jarðfræðirannsóknir.
          Skógrækt ríkisins fyrir rannsóknir í tengslum við skógrækt og skóglendi.
          Vatnajökulsþjóðgarð í tengslum við starfsemi þar.
          Rannsóknasetur HÍ á Egilsstöðum.
          Austurbrú í samstarfi við fyrirtæki í fjórðungnum.
          Gunnarsstofnun fyrir bókmenntarannsóknir.