Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 436. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 544  —  436. mál.
Málsnúmer.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um lánasöfn
í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hver er fjöldi, kröfuvirði og bókfært virði lána til einstaklinga og lögaðila sem eru í eigu dótturfélaga Seðlabanka Íslands, sundurliðað eftir einstökum félögum?
     2.      Hvaða skýringar eru á því að Seðlabanki Íslands eða dótturfélög hans skuli nú vera eigendur að beinum kröfum á viðskiptavini fjármálafyrirtækja og hvernig samræmist það hlutverki hans?
     3.      Liggja fyrir einhverjar áætlanir um hvenær og með hvaða hætti fyrrgreind lánasöfn verði færð undan beinu eða óbeinu eignarhaldi Seðlabanka Íslands og dótturfélaga hans og ef svo er, hverjar eru þær?


Skriflegt svar óskast.