Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 437. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 545  —  437. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um neytendalán
í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hver er fjöldi, kröfuvirði og bókfært virði neytendalána til heimila og einstaklinga sem eru í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga, sundurliðað eftir fasteignaveðlánum, bílalánssamningum og öðrum tegundum, þ.m.t. gengis- eða verðtryggingu?
     2.      Hver er fjöldi, kröfuvirði og bókfært virði sértryggðra skuldabréfa í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga sem tryggð eru með veði í fasteignalánasöfnum í eigu fjármálafyrirtækja eða sjóða, sundurliðað eftir mótaðilum?
     3.      Hverjar og hvers konar aðrar kröfur á lánveitendur neytendalána og útlán þeirra til heimila og einstaklinga eru í eigu Seðlabanka Íslands og dótturfélaga, sundurliðað eftir tegund og mótaðilum?
     4.      Hversu mörgum rétthafabreytingum á veðböndum hefur verið þinglýst vegna fasteignaveðlána neytenda eða sértryggðra skuldabréfa sem Seðlabanki Íslands og dótturfélög hafa eignast?
     5.      Hverjar eru heildartekjur ríkissjóðs vegna þinglýsingargjalda af rétthafabreytingum á veðböndum húsnæðisveðlána sem Seðlabanka Íslands og dótturfélög hafa eignast?


Skriflegt svar óskast.