Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 533. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 897  —  533. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um Evrópska stöðugleikakerfið.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hver yrði hlutur Íslands í Evrópska stöðugleikakerfinu í krónum og evrum talið, tæki Ísland upp evru í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið og gengi í ERM II, reiknaður út frá annars vegar mannfjölda og hins vegar landsframleiðslu?
     2.      Hver er reiknireglan sem notuð yrði við útreikning á hlut Íslands í þessum björgunarsjóði?
     3.      Hver yrði eignarhlutur Íslands í Evrópska seðlabankanum og hvernig yrði hann reiknaður út?
     4.      Hvaða ábyrgðir yrðu af Íslands hálfu lagðar til grundvallar eignarhlutanum?
     5.      Hvernig er reiknað út að hlutur Íslands í Evrópska stöðugleikakerfinu yrði 0,1% af eigin fé þess, sbr. svar ráðherra í 231. máli?


Skriflegt svar óskast.