Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1369  —  705. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um fjárreiður stofnana og rannsóknarsetra
sem heyra undir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


    Hverjar voru fjárreiður, þ.e. helstu tekjustofnar og útgjaldaliðir, eftirfarandi stofnana og rannsóknarsetra árin 2009–2012:
          Fræðaseturs þriðja geirans,
          Mannfræðistofnunar,
          MARK – Miðstöðvar margbreytileika og kynjarannsókna,
          Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku á Íslandi,
          Rannsóknamiðstöðvar í þjóðfræði,
          Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum,
          Rannsóknarseturs um fólksflutninga og fjölmenningu,
          Rannsóknarstofu í vinnuvernd,
          Rannsóknasetursins Lífshættir barna og ungmenna,
          Rannsóknaseturs í safnafræðum,
          Rannsóknaseturs um fjölmiðlun og boðskipti,
          Rannsóknarstofu í afbrotafræði,
          Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd,
          Sérfræðiseturs í ævilangri náms- og starfsráðgjöf,
          Þjóðmálastofnunar,
          Rannsóknaseturs í skatta- og velferðarmálum?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.