Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1390, 141. löggjafarþing 665. mál: sala fasteigna, fyrirtækja og skipa (eftirlitsgjald, EES-reglur).
Lög nr. 50 8. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004, með síðari breytingum (eftirlitsgjald, EES-reglur).


1. gr.

     2. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
     Sérhver fasteignasali skal greiða árlegt eftirlitsgjald í ríkissjóð að fjárhæð 75.000 kr. til að standa straum af kostnaði við störf eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Gjalddagi gjaldsins er 1. júlí. Ef gjaldið er ekki greitt innan 30 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af því skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu. Gera má aðför án undangengins dóms til fullnustu vangoldnu eftirlitsgjaldi, ásamt áföllnum vöxtum og dráttarvöxtum.

2. gr.

     Við 2. mgr. 20. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að fasteignasali gæti að fyrirmælum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. mars 2013.