Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 15. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 60  —  15. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 74/2012, um veiðigjöld
(innheimta veiðigjalda, sérstakt veiðigjald o.fl.).

Frá minni hluta atvinnuveganefndar (KaJúl, BjÓ, BVG).


     1.      Í stað 1. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (1. gr.)
                       Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verði 4. mgr., svohljóðandi:
                       Ríkisskattstjóri skal afhenda Hagstofu Íslands skv. 2. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, og veiðigjaldanefnd rekstrarframtöl og aðrar upplýsingar úr skattframtölum sem hafa þýðingu fyrir ákvörðun veiðigjalda samkvæmt lögum þessum, þ.m.t. upplýsingar um verðmæti rekstrarfjármuna, sbr. 5. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 12. gr. Hagstofu Íslands ber að taka við gögnunum og vinna úr þeim í samræmi við ákvæði laga þessara. Um veiðigjaldanefnd og starfsmenn hennar gilda jafnframt sömu ákvæði um þagnarskyldu og kveðið er á um í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.
                  b.      (2.     gr.)
                       Í stað „30.000“ í a-lið, „70.000“ í b-lið og „100.000“ í c-lið 2. mgr. 9. gr laganna kemur: 50.000; 200.000; og: 250.000.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: B-liður fellur brott.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „7,38 kr.“ í 1. mgr. b-liðar komi: 23,20 kr.
     3.      Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003: Við 1. málsl. 2. mgr. 117. gr. laganna bætist: og verkefni hennar samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012.