Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 43. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 105  —  43. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um veiðigjöld.

Frá Kristjáni L. Möller.


     1.      Hver var heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda, almenns veiðigjalds annars vegar og sérstaks veiðigjalds hins vegar, samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2012/2013? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
     2.      Hver er áætluð heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda, almenns veiðigjalds annars vegar og sérstaks veiðigjalds hins vegar, samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2013/2014? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti ætlaðra greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
     3.      Hver var heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2012/ 2013? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti gjaldenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
     4.      Hver er áætluð heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2013/2014? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti gjaldenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
     5.      Hve mikið hærri hefði heildarfjárhæð sérstaks veiðigjalds verið fiskveiðiárið 2012/2013 ef fullt gjald hefði verið lagt á öll þorskígildiskíló það ár, þ.e. ef ekki hefði verið tekið tillit til gjaldfrelsis skv. a-lið 2. mgr. 9. gr. laga um veiðigjöld, nr. 74/2012, og afsláttar af gjaldi skv. b-lið hennar?
     6.      Hve mikið hærri yrði áætluð heildarfjárhæð sérstaks veiðigjalds fiskveiðiárið 2013/2014 ef fullt gjald væri lagt á öll þorskígildiskíló það ár, þ.e. ef ekki væri tekið tillit til gjaldfrelsis skv. a-lið 2. mgr. 9. gr. laganna og afsláttar af gjaldi skv. b-lið hennar?


Skriflegt svar óskast.