Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 46. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 111  —  46. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um erlenda ríkisborgara í íslenskum fangelsum.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margir erlendir ríkisborgarar sitja nú í íslenskum fangelsum?
     2.      Væri hægt að senda einhverja þeirra til heimalands síns til afplánunar og þá hversu marga?
     3.      Væri hagkvæmt að greiða með föngum þannig að þeir gætu afplánað í heimalandi sínu og ef svo er, hversu mikill sparnaður má áætla að yrði af því?


Skriflegt svar óskast.