Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 225. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 505  —  225. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um skuldir og vaxtagjöld ríkissjóðs.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mikið mundu vaxtagjöld ríkissjóðs lækka ef skuldir ríkissjóðs yrðu greiddar niður um:
     a.      20 milljarða kr.,
     b.      20 milljarða kr. á ári í fjögur ár,
     c.      80 milljarða kr.?


    Staða skulda í árslok 2013 er áætluð 1.492 milljarðar kr. og áætluð vaxtagjöld eru 74,5 milljarðar kr.
    Hér á eftir er miðað við meðalvexti heildarskulda ríkissjóðs.
     a.      Miðað við 20 milljarða kr. lækkun á höfuðstól munu vaxtagjöld ársins lækka um 1.000 millj. kr. sé lækkunin miðuð við 1. janúar 2014.
     b.      Miðað við 20 milljarða kr. lækkun á höfuðstól næstu fjögur árin munu vaxtagjöld ársins lækka um 1.000 millj. kr. á ári eitt, 1.050 millj. kr. á ári tvö, 1.100 millj. kr. á ári þrjú og 1.150 millj. kr. á ári fjögur sé lækkunin miðuð við 1. janúar ár hvert.
     c.      Miðað við 80 milljarða kr. lækkun á höfuðstól munu vaxtagjöld ársins lækka um 3.995 millj. kr. sé öll lækkunin miðuð við 1. janúar 2014.
    Lækkun vaxtagjalda fæst með því að lækka vaxtagjöld í jöfnu hlutfalli við lækkun skulda í a-, b- og c-lið.
    Lækkun vaxtagjalda miðast alltaf við heilt ár. Ekki er gert ráð fyrir verðlagsbreytingum á milli ára.