Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 133  —  131. mál.
Breytt orðalag.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um fulltrúa Íslands á erlendum vettvangi.


Frá Birgittu Jónsdóttur.



     1.      Hverjir voru fulltrúar utanríkisþjónustunnar á þingum og fundum Sameinuðu þjóðanna og undirstofnana þeirra, Norður-Atlantshafsbandalagsins, Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, Fríverslunarsamtaka Evrópu, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, Norðurskautsráðsins, Barentsráðsins, Norðlægu víddarinnar og NB8 á árinu 2013?
     2.      Er til yfirlit eða aðgengilegar upplýsingar um það hvernig fulltrúar Íslands á fyrrgreindum samkomum hafa greitt atkvæði?
     3.      Hvaða almennu sjónarmið ráða helst í ákvarðanatöku íslenskra fulltrúa í atkvæðagreiðslum á alþjóðlegum vettvangi fyrir hönd ríkisins?


Skriflegt svar óskast.