Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 148  —  146. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um óhefðbundnar lækningar.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um stefnu í óhefðbundnum lækningum (WHO Traditional Medicine Strategy 2014–2023)?
     2.      Verða af hálfu ríkisstjórnarinnar tekin skref til að fara eftir ráðum stofnunarinnar varðandi samþættingu mismunandi lækningaleiða innan heilbrigðiskerfisins?


Skriflegt svar óskast.