Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 152  —  151. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver er í einstökum atriðum verkaskipting milli göngudeildar og legudeildar barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL)? Hvert er hlutverk þessara deilda og hvaða starfsemi og þjónustu annast hvor deild um sig?
     2.      Hafa verið gerðar úttektir á starfsemi göngudeildar og legudeildar á BUGL og ef svo er, hverjar? Telur ráðherra, í ljósi slíkra úttekta, að skipan mála á BUGL sé heppileg eins og henni er háttað nú?
     3.      Hvernig er háttað bráðaþjónustu við einstaklinga sem falla innan aldurstakmarkana BUGL? Hvar fer sú þjónusta fram?
     4.      Telur ráðherra æskilegt að sett verði á laggirnar bráðadeild á vettvangi BUGL?
     5.      Hvaða þjónusta er veitt af hálfu BUGL utan Landspítalans, t.d. í formi heimaþjónustu?
     6.      Hvaða þjónusta er veitt af hálfu BUGL á landsbyggðinni?


Skriflegt svar óskast.