132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:32]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Bara rétt út af því sem hv. þingmaður hefur rætt hér varðandi þetta mál sem í umræðunni hefur verið kallað niðurfelling bensínstyrks. Ég held að hægt sé bara að kalla það því nafni. Því var mótmælt mjög harkalega og ég veit að hv. þingmaður gerði það einnig. Hér er verið að hverfa frá þeirri tillögu að fara í þá aðgerð og ég skil ekki af hverju hv. þingmaður er svo stúrinn yfir því.