133. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2006.

störf hjá Ratsjárstofnun.

181. mál
[13:43]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Ratsjárstofnun er íslensk stofnun. Það liggur fyrir að Íslendingar, íslensk stjórnvöld eru nauðug viljug, að mér skilst, að taka yfir rekstur þessarar stofnunar. Þá hljóta menn að þurfa að koma sér upp stefnu um með hvaða hætti eigi að reka hana. Ég lít svo á að það hafi verið gert og þeirri stefnu sé verið að framfylgja með ákvörðunum þeirra sem ráða í Ratsjárstofnun því það getur ekki verið annað en að menn séu að hugsa um framtíðina þegar tekin er sú ákvörðun sem liggur fyrir. Hún er sú að flytja skuli störfin af landsbyggðinni á Miðnesheiðina. Ég tel að það sem hér er að gerast sé mjög ádeiluvert og að mjög góð rök þurfi að leggja fram fyrir því að standa svona að málum.

Svo vil ég segja í lokin, hæstv. forseti, (Forseti hringir.) að hæstv. ráðherra ætti að hafa færri orð um stolt sitt af byggðastefnunni. (Forseti hringir.) Hún hefur ekki tekist nema þar sem hafa verið byggð álver á Íslandi.