135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[21:12]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvað hv. þingmaður á við með biturleika. Ég er ekki vitund bitur og kvarta ekki undan því að hafa þurft að sitja hér sem ráðherra á sínum tíma og hlusta á þingmenn, alls ekki, og reyndar þurfti ég ekki að sitja undir löngum maraþonræðum. Sú reynslusaga sem ég var að vísa í áðan var þegar ég var þingmaður en ekki ráðherra, sú nótt sem ég átti hér þá sannfærði mig um að það fyrirkomulag sem við búum við í dag er úrelt.

Spurt er um áhersluatriði framsóknarmanna. Eins og ég sagði áðan tel ég ekki við hæfi í þessu máli og ekki eðlilegt að þingflokkarnir fari að hæla sér af því hverju þeir náðu fram og hverju ekki. (Gripið fram í.) Stefnan er sú að stytta umræðurnar á þinginu (ÁI: Rétt.) og ég get alveg eins farið aftur í ræðu mína. Það er stefnan, það er innihald þessa máls.