138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

kosningar til Alþingis.

102. mál
[19:54]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ef svo færi að við næðum að koma þessu máli hér í gegnum þingið á fjórum mánuðum eru enn fjórir mánuðir til kosninga og góður tími til stefnu að mínu mati. Við virðumst einfaldlega vera ósammála um það hvað teljist vera sæmilega góður tími eða stuttur tími í þessum efnum.

Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé besta aðferð í heimi. Ég sagði að mér sýndist þetta vera raunhæf aðferð til þess að auka möguleika almennings á að velja fulltrúa sína til opinberra trúnaðarstarfa. Ég held að það hafi verið Churchill sem hallmælti lýðræðinu en sagði líka: Það er það besta sem við höfum fundið upp.