138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

varnarmálalög.

581. mál
[19:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna orða og spurninga hv. þm. Eyglóar Harðardóttur þá á málið eftir að fara í nefnd. Málið fer núna til utanríkismálanefndar og þar á eftir að fjalla um það og það verður ítarlega fjallað um þetta frumvarp þar. Mér finnst frekar rétt að fordæma þetta allt saman ef í nefndinni kemur í ljós að ekki sé hægt að vinna með frumvarpið. En við því að koma hér á fyrsta degi og segja að allt sé ómögulegt þá segi ég bara: Hefur hv. þingmaður ekkert lært af skýrslunni? Ætlar fólk að halda hér áfram með sama tón og skemmtilegheit og hafa verið hér undanfarin ár?