139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

rannsókn á Íbúðalánasjóði.

22. mál
[22:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil taka það fram vegna orða hv. þingmanns að að mínu mati er allt til rannsóknar í samræmi við þessa þingsályktunartillögu sem hefur áhrif á stöðu sjóðsins eins og hún er nú. Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þess vegna tel ég að breytingartillaga hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur bæti í sjálfu sér engu við þá þingsályktunartillögu sem hér hefur verið flutt og lögð fram. Það sem hafði áhrif á stöðu sjóðsins er til rannsóknar og ef einhver sérstök þörf er að fara lengra aftur í tímann en sú dagsetningu sem tilgreind er í þingsályktunartillögunni segir til um þá er ekki búið að girða fyrir að það verði gert.