140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hlustaði sömuleiðis með nokkurri athygli á þennan hv. stjórnarliða. Mér sýnist að stjórnarliðar séu að búa til einhvern klækjaleik sem gengur út á (RM: Margur heldur mig sig.) að það sé orðin eðlileg málsmeðferð að risamál séu ekki send til umsagnar, fái ekki hefðbundna þinglega meðferð og til að bæta gráu ofan á svart fái ekki umræðu hér í salnum. Hér er verið að pressa á virðulegan forseta að grípa til einhverra aðgerða til að þetta, sem er eins óþinglegt og óeðlilegt og það getur verið, verði framkvæmt. Þetta gæti kannski orðið spennandi kvöld. Það verður áhugavert að sjá hvort menn fara í einhverja slíka klæki og enn þá áhugaverðara hvort menn reyna að halda því fram að það sé eðlileg málsmeðferð.