144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:42]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að þingmaðurinn ákveður að eiga við mig orðastað í pontu en sé ekki kallandi á mig hér þar sem ég stend.

Varðandi síðustu rammaáætlun sagði ég í máli mínu að ég teldi skynsamlegt að Íslendingar segðu: Nú ætlum við ekki að virkja næstu 25 árin. Þessi orka fer ekki frá okkur, við eigum mikið af orku en jafnframt ákvað ég, í ljósi þess að Samfylkingin hefur skuldbundið sig til þess, að standa með rammaáætlun. Ég hef mínar skoðanir á öllum þessum svæðum en það sem var einstakt við svæðin sem voru flutt yfir í biðflokk var að ekki komu fram athugasemdir sem voru nýjar varðandi þessi svæði, það komu fram athugasemdir sem þegar höfðu verið fullrannsakaðar, ég ætti ekki í neinum vandræðum með að vilja vernda þetta allt en ég hef tekið þá ákvörðun, eins og ég sagði, að standa með rammaáætlun.

Ég verð að koma með síðara svarið í næstu lotu.