146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við höfum gengist undir það hér, alþingismenn, að meta öll frumvörp út frá hag barna. Þetta er svo sannarlega frumvarp sem þyrfti að taka og skoða með þeim augum. Við sem unnið höfum með börnum vitum ósköp vel hvaða afleiðingar áfengisneysla foreldra þeirra í óhófi hefur á líðan þeirra og þroska. Þá er ég ekki að tala fyrir því að við ættum að banna áfengi. Ég er aðeins að segja að aðgengið er nægilega gott. Það skapar vandamál nú þegar. Við skulum ekki auka á þau. Ég skil mæta vel Samtök heimila og skóla sem vara við þessu frumvarpi og gera reyndar meira en það, þau biðja okkur þingmenn að samþykkja það ekki.