150. löggjafarþing — 5. fundur,  16. sept. 2019.

málefni lögreglunnar.

[15:20]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ríkislögreglustjóri dró eitthvað úr orðum sínum í viðtölum eftir fund minn í dag varðandi það atriði sérstaklega. Ég segi það aftur að þó að ég hafi spurt um þetta er mikilvægt að fram fari gott eftirlit með lögreglunni, þar af leiðandi einnig ríkislögreglustjóra. Ég hef sett af stað vinnu í ráðuneytinu til að reyna að bregðast við því ástandi sem er uppi núna í samráði við alla þá aðila sem koma að því. Ég er viss um að þessi mál koma einnig upp eftir þetta viðtal hans.

Það er mikilvægt að traust ríki á milli allra stofnana og það er vinnan sem fer fram núna.