Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 2/106.

Þskj. 220  —  131. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun laga um þingsköp Alþingis.


    Alþingi ályktar að kjósa nefnd níu alþingismanna til að endurskoða gildandi lög um þingsköp Alþingis. Nefndina skulu skipa: forseti sameinaðs þings, forseti efri deildar, forseti neðri deildar og einn frá hverjum þingflokki. Skal nefndin leggja niðurstöður sínar fyrir Alþingi svo fljótt sem við verður komið.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1983.