Jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun_adalmerki_2022_2025_f_ljosan_grunnSkrifstofa Alþingis hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með vottun hefur skrifstofan fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við mannauðsstjórnun og sýnt fram á að hún hafi komið á og muni viðhalda launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu skrifstofunnar.

Með innleiðingu jafnalaunakerfis samkvæmt jafnlaunastaðli er tryggt að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu rekjanlegar, byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Vottunin er í gildi frá 2022 til 2025.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

Nánari upplýsingar um jafnlaunavottun.