Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 4/106.

Þskj. 306  —  125. mál.


Þingsályktun

um skipulagðar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna.


    Alþingi ályktar að skora á dómsmálaráðherra að koma nú þegar á samstarfshópi löggæslu- og tollgæslumanna er samræmi og skipuleggi auknar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna og athugi nýjar rannsóknaraðferðir í fíkniefnamálum.
    Dómsmálaráðherra tilnefni formann samstarfshópsins, en að öðru leyti skulu aðilar tilnefndir af lögreglu- og tollgæsluyfirvöldum í helstu þéttbýliskjörnum landsins er nú starfa að ávana- og fíkniefnamálum.
    Samstarfshópurinn vinni í nánu samstarfi við löggæslu- og tollgæslumenn í öðrum lögsagnarumdæmum og tollhöfnum úti um allt land.
    Samstarfshópurinn fái einnig það verkefni að gera tillögur um úrbætur á sviði toll- og löggæslu sem nauðsynlegar kunna að reynast til að fyrirbyggja dreifingu og innflutning fíkniefna. Niðurstöðum skal skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en 1. mars nk.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1983.