Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 5/106.

Þskj. 379  —  194. mál.


Þingsályktun

um sameiginleg hagsmunamál Grænlendinga og Íslendinga.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna til fullnustu möguleika á samkomulagi við Grænlendinga um sameiginleg hagsmunamál, sérstaklega að því er snertir verndun fiskistofna og fiskveiðar, og leita jafnframt nánari samvinnu þeirra ríkja, sem liggja að fiskimiðunum norðarlega í Atlantshafi, um verndun og nýtingu fiskistofna og önnur sameiginleg hagsmunamál.

Samþykkt á Alþingi 22. febrúar 1984.