Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 7/106.

Þskj. 494  —  2. mál.


Þingsályktun

um könnun á raforkuverði á Íslandi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að kanna gaumgæfilega orsakir verðmyndunar á raforku til almennings og almenns atvinnurekstrar og gera samanburð á verðmyndun á raforku hérlendis og í nálægum löndum.
    Nefndin ljúki störfum fyrir næsta reglulegt Alþingi.
    Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 22. mars 1983.