Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 8/106.

Þskj. 597  —  77. mál.


Þingsályktun

um athugun á möguleikum íslenskra fiskiskipa til veiða í erlendri fiskveiðilandhelgi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna möguleika á öflun veiðileyfa fyrir íslensk fiskiskip í fiskveiðilögsögu annarra ríkja, t.d. við Norður-Ameríku og Vestur-Afríku.

Samþykkt á Alþingi 10. apríl 1984.