Ferill 33. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 9/106.

Þskj. 598  —  33. mál.


Þingsályktun

um könnun á kostnaði við einsetningu skóla, samfelldan skólatíma og skólamáltíðir.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta meta kostnaðarauka ríkissjóðs og sveitarfélaga sem hlytist af því að komið yrða á samfelldum skóladegi grunnskólanema. Sú kostnaðarkönnun miðist við:
     1.      Einsetinn skóla.
     2.      Samfelldan skóladag.
     3.      Skólamáltíðir handa nemendum og starfsliði.
    Jafnframt verði kannað hvort þörf fyrir skóladagheimili og skólaathvarf minnkar með samfelldum skóladegi og hverju sá sparnaður kann að nema.
    Niðurstöður þessarar könnunar verði lagðar fyrir næsta löggjafarþing. Kostnaður greiðist af ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 10. apríl 1984.