Ferill 89. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 13/106.

Þskj. 789  —  89. mál.


Þingsályktun

um nýtingu og rekstrargrundvöll sláturhúsa.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta athuga hvernig bæta megi rekstrargrundvöll sláturhúsa, m.a. með því að tryggja sláturhúsunum önnur verkefni svo að lengja megi nýtingartíma þeirra. Enn fremur verði kannað hvort hagkvæmt sé að endurbæta eldri sláturhús, svo að viðunandi sé, eða ráðast í nýbyggingar.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1984.