Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 16/106.

Þskj. 1115  —  189. mál.


Þingsályktun

um fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll.


    Alþingi ályktar að fela Framkvæmdastofnun ríkisins að gera athugun á hvort hagkvæmt sé að koma á fót fríiðnaðarsvæðum hér á landi, t.d. á Keflavíkurflugvelli, eða annars staðar þar sem henta þætti. Við gerð slíkrar athugunar verði haft samráð við samtök iðnaðarins.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1984.