Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 18/106.

Þskj. 1117  —  106. mál.


Þingsályktun

um landnýtingaráætlun.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast nú þegar til um að undirbúningi og vinnu við landnýtingaráætlun verði hraðað. Við gerð slíkrar áætlunar verði lögð áhersla á sem hagkvæmasta nýtingu og varðveislu landgæða.
    Gerð verði kostnaðaráætlun um landnýtingarskipulag sem taki til allra meginþátta landnýtingar. Áætlunin verði lögð fyrir Alþingi og á grundvelli hennar verði tekin ákvörðun um framkvæmdahraða.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1984.