Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 19/106.

Þskj. 1118  —  117. mál.


Þingsályktun

um húsnæðismál námsmanna.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna sérstaklega á hvern hátt megi bæta úr þeim mikla húsnæðisvanda sem námsmenn utan Reykjavíkur og nágrennis búa við vegna staðsetningar Háskóla Íslands og flestra sérskóla.
    Áhersla skal á það lögð að ljúka þessari könnun svo fljótt sem kostur er.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1984.