Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 22/106.

Þskj. 1121  —  278. mál.


Þingsályktun

um kynningu á líftækni.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa sjö manna nefnd til að annast kynningu á aðferðum og möguleikum líftækni. Iðnaðarráðherra skal skipa formann nefndarinnar án tilnefningar. Aðrir nefndarmenn skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu frá eftirtöldum aðilum:
     1.      Alþýðusambandi Íslands.
     2.      Háskóla Íslands.
     3.      Rannsóknaráði ríkisins.
     4.      Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
     5.      Tækniskóla Íslands.
     6.      Vinnuveitendasambandi Íslands.
    Nefndin skal ljúka störfum innan eins árs frá skipun hennar. Kostnaður vegna nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1984.