Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 23/106.

Þskj. 1122  —  289. mál.


Þingsályktun

um könnun á rannsókn og meðferð nauðgunarmála.


    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa fimm manna nefnd er kanni hvernig háttað er rannsókn og meðferð nauðgunarmála og geri tillögur til úrbóta í þeim efnum.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1984.