Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 25/106.

Þskj.  1124 —  368. mál.


Þingsályktun

um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum.


    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að leggja fyrir næsta Alþingi tillögu um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum og á hvern hátt megi breyta skattheimtu að öðru leyti og spara og hagræða í ríkisrekstrinum til að ná þessu markmiði án þess að minnka þjónustuna.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1984.