Ferill 202. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 13/107.

Þskj. 698  —  202. mál.


Þingsályktun

um könnun á möguleikum á skóg- og trjárækt á Suðurnesjum.


    Alþingi ályktar að fela Skógrækt ríkisins í samráði við sveitarfélög og félagssamtök á Suðurnesjum að kanna hvaða landsvæði í eigu þessara aðila eru hæf til ræktunar trjágróðurs.
    Ef slík svæði reynast hæf til skóg- og trjáræktar leiti Skógræktin eftir samningum við sveitarfélög og félagssamtök á þessum slóðum um sérstakt átak til slíkrar ræktunar þar sem aðstæður eru bestar.

Samþykkt á Alþingi 11. apríl 1985.