Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 2/107.

Þskj. 744  —  45. mál.

Þingsályktun

um bætta merkingu akvega.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir átaki til að bæta merkingu akvega, setja upp viðvaranir við hættulegar ökuleiðir og samræma merkingar vega alþjóðlegum reglum.

Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1985.