Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 14/107.

Þskj. 745  —  215. mál.

Þingsályktun

um reglur um notkun almannafjár til tækifærisgjafa.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að setja reglur sem kveða á um að takmarka notkun almannafjár til tækifærisgjafa hjá stofnunum í eigu ríkisins.

Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1985.