Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 17/107.

Þskj. 887  —  271. mál.


Þingsályktun

um varnir gegn fisksjúkdómum í fiskeldisstöðvum og vötnum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til að fisksjúkdómarannsóknir og varnir gegn fisksjúkdómum í fiskeldisstöðvum og veiðivötnum verði efldar, m.a. með því að gera það mögulegt að ráðið verði hæft starfsfólk í þessu skyni.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1985.