Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 12/107.

Þskj. 996  —  200. mál.


Þingsályktun

um fyrirkomulag á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.


    Með vísan til bráðabirgðaákvæða í lögum nr. 41/1983, um málefni fatlaðra, ályktar Alþingi eftirfarandi:
    Athugunar- og greiningardeild í Kjarvalshúsi við Sæbraut á Seltjarnarnesi verði breytt í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fyrsta áfanga, og verði undir yfirstjórn félagsmálaráðuneytisins. Forstöðumaður verði þegar ráðinn að stofnuninni.

Samþykkt á Alþingi 23. maí 1985.