Ferill 474. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 23/107.

Þskj. 1271  —  474. mál.


Þingsályktun

um takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða.


    Alþingi ályktar að leggja áherslu á að umsvif erlendra sendiráða séu jafnan innan hæfilegra marka og felur ráðherra að fylgjast með því að svo sé og gera, ef þörf krefur, með samningum eða einhliða, ráðstafanir í þessu skyni á grundvelli laga nr. 16/1971, um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, og laga nr. 30/1980, um breytingu á lögum nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, með sérstakri hliðsjón af íslenskum aðstæðum.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 1985.