Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 10/107.

Þskj. 1273  —  172. mál.


Þingsályktun

um aðgang að náms- og kennslugögnum í öllum fræðsluumdæmum.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta kanna, í samstarfi við samtök sveitarfélaga og fræðsluskrifstofur í öllum landshlutum, hvernig hagkvæmast sé að auðvelda skólum aðgang að námsgögnum, kennslutækjum og hjálpargögnum þannig að tryggt verði að allir nemendur, hvar sem þeir búa á landinu, geti hagnýtt sér fjölbreytt kennslugögn í námi.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 1985.