Ferill 268. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 16/107.

Þskj. 1274  —  268. mál.


Þingsályktun

um mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera áætlun um varanlegar úrbætur í mengunarmálum fiskimjölsverksmiðja í samvinnu við eigendur og samtök þeirra, svo og yfirvöld heilbrigðismála.
    Áætlunin miðist við að lágmarkskröfum um mengunarvarnir verði fullnægt í öllum starfandi fiskimjölsverksmiðjum og feli jafnframt í sér mat á fjárþörf og þeim tíma sem slíkar aðgerðir tækju. Verði í senn haft í huga ytra og innra umhverfi verksmiðjanna og lögð áhersla á bætta nýtingu hráefnis og orkusparnað ásamt viðhlítandi mengunarvörnum.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 1985.