Ferill 84. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 5/107.

Þskj. 1403  —  84. mál.


Þingsályktun

um könnun á nýrri legu Vesturlandsvegar með sérstakri gerð brúa er hannaðar væru með tilliti til hafbeitarmöguleika í Kollafirði og Leiruvogi.


    Alþingi ályktar að ríkisstjórnin láti fram fara athugun á því hvort hagkvæm sé vega- og brúargerð úr Geldinganesi yfir Leiruvog og Kollafjörð í Kjalarnes og verði sérstaklega kannað hvort skapa megi í sambandi við slíka vega- og brúargerð ákjósanlega aðstöðu til hafbeitar fyrir lax í Kollafirði og Leiruvogi.

Samþykkt á Alþingi 20. júní 1985.