Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 5/108.

Þskj. 554  —  287. mál.


Þingsályktun

um heimild fyrir ríkisstjórnina til að fullgilda fyrir Íslands hönd tvær viðbótarbókanir vegna aðildar Spánar og Portúgals að Efnahagsbandalagi Evrópu og Kola- og stálbandalagi Evrópu.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd viðbótarbókun við samninginn milli lýðveldisins Íslands og Efnahagsbandalags Evrópu vegna aðildar konungsríkisins Spánar og lýðveldisins Portúgals að bandalaginu og viðbótarbókun við samninginn milli lýðveldisins Íslands og aðildarríkja Kola- og stálbandalags Evrópu vegna aðildar konungsríkisins Spánar og lýðveldisins Portúgals að bandalaginu.

Samþykkt á Alþingi 27. febrúar 1986.